Stjórn
Ari Fenger
Forstjóri
Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. Hann hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Ari er formaður Viðskiptaráðs Íslands ásamt því að sitja í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.
Björg Fenger
Björg Fenger er einn af eigendum 1912 ehf. og hefur verið í stjórn félagsins frá árinu 2007. Björg útskrifaðist sem lögfræðingur (Cand. jur.) frá Háskóla Íslands árið 2005. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu á árunum 2005–2007, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu frá 2010 til 2013 og starfar nú sem bæjarfulltrúi í Garðabæ. Þá hefur Björg setið í fulltrúaráði Sólheima frá árinu 2006 og stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2014. Björg var stjórnarformaður Strætó á árunum 2018–2020 og er nú formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.
Óttar Pálson
Óttar Pálsson hefur gegnt stjórnarformennsku 1912 ehf. frá árinu 2018. Óttar Pálsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í félaga-, banka- og verðbréfamarkaðsrétti frá University College London. Óttar starfaði hjá A&P lögmönnum, forvera LOGOS, á árunum 1997–1999, sem meðeigandi hjá LOGOS 2001–2006 og síðan aftur frá árinu 2011. Á árunum 2006–2010 starfaði Óttar hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf., fyrst sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og síðan forstjóri. Óttar situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja, m.a. Kaupþings ehf. og ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf.). Þá hefur Óttar sinnt kennslustörfum um árabil við lagadeild Háskóla Íslands í hlutafélagarétti með áherslu á stjórnskipulag hlutafélaga og ábyrgð stjórnenda. Óttar hefur verið formaður siðareglunefndar Lögmannafélags Íslands frá árinu 2017.