1912

1912 er rekstrarfélag sem byggir á gömlum grunni. Nafnið kemur til vegna þess að Nathan & Olsen elsta dótturfélag 1912 var stofnað þetta ár.

1912 veitir dótturfyrirtækjum sínum þjónustu á sviði vörustýringar, mannauðs-, gæða-, þjónustu- og fjármála ásamt upplýsingatækni og hámarkar þannig hagkvæmni og fagleg vinnubrögð í rekstri fyrirtækjanna.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Klettagörðum 19 í Reykjavík en einnig er starfsstöðvar á Bitruhálsi 1 og að Óseyri 3 á Akureyri.

1912 og dótturfyrirtæki leggja áherslu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meginmarkmið fyrirtækjanna í mannauðsmálum er að hafa ánægt og árangursdrifið starfsfólk með skýra ábyrgð og góða fagþekkingu. Til að vísa okkur veginn höfum við jafnframt eftirtalin gildi að leiðarljósi: Frumkvæði – Liðsheild – Áreiðanleiki – Ástríða.

Nánar um sögu 1912