Fyrirtækin
-
Nathan & Olsen sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á vörumerkjum á snyrti- og dagvörumarkaði.
Nathan & Olsen nýtir sérþekkingu, tengsl við birgja og viðskiptavini til að tryggja aðgengi að vörum með skilvirkum dreifileiðum.
Vefur Nathan & Olsen -
Ekran þjónar stóreldhúsum og matvælaiðnaði með dagleg aðföng. Ekran býður heildarlausn þar sem breitt vöruúrval, traust afgreiðsla, sérþekking og persónuleg þjónusta er í fyrirrúmi.
Ekran stuðlar að árangri viðskiptavina sinna með því að einfalda aðfangakeðju þeirra.
Vefur Ekrunnar -
Emmessís hefur frá upphafi markað spor í sögu ísframleiðslu á Íslandi. Gæði og fagmennska hafa ávallt einkennt framgöngu félagsins og nýverið hafa verið tekin stór skref í framleiðslu og nýsköpun.
Vefur Emmessíss