Stjórn

Ari Fenger

Forstjóri

Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. Hann hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Ari er formaður Viðskiptaráðs Íslands ásamt því að sitja í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.

Björg Fenger

Björg Fenger er einn af eigendum 1912 ehf. og hefur verið í stjórn félagsins frá árinu 2007. Björg útskrifaðist sem lögfræðingur (Cand. jur.) frá Háskóla Íslands árið 2005. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu á árunum 2005–2007, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu frá 2010 til 2013 og starfar nú sem bæjarfulltrúi í Garðabæ. Þá hefur Björg setið í fulltrúaráði Sólheima frá árinu 2006 ásamt því að vera formaður fulltrúaráðs Krýsuvíkur frá árinu 2023. Björg sat í stjórn samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins á árunum 2014-2022 og var stjórnarformaður Strætó á árunum 2018–2020. Í dag er Björg formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar Garðabæjar. 

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson tók sæti í stjórn félagsins á árinu 2025. Jón er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Jón er forstjóri fjárfestingafélagsins Stoða og hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum. Jón er stjórnarformaður Símans ásamt því að sitja í stjórn Bláa Lónsins og First Water. Þar að auki situr Jón í stjórnum fjölda minni félaga.